hvernig virkar leigan?

Við hjá Skreytingaþjónustunni gerum okkar besta til að hafa allt mjög einfalt, við viljum ekki óþarfa vesen. Því er leigan einföld og þægileg. Hér fyrir neðan eru leiðbeiningar um hvernig leigan virkar og vonum að þetta muni gagnast þér. Ef þú hefur einhverjar spurningar ekki hika við að hafa samband við okkur á Facebook, Instagram eða skreytingathjonustan@gmail.com.

1. Pantar

  • Veldu þær vörur sem þú vilt leigja fyrir þinn viðburð.

  • Hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst, Instagram eða Facebook  til að ganga frá pöntuninni og tryggja að vörurnar séu í boði fyrir þína dagsetningu!

2. Afhending – Miðvikudagur

  • Þú sækir vörurnar til okkar á miðvikudegi fyrir viðburðinn þinn. 

  • Þú borgar á staðnum hjá okkur.

3. Njóttu veislunnar!

  • Þú nýtur varanna í þinni veislu.

4. Skil – Mánudagur

  • Þú kemur og skilar vörunum til okkar á mánudeginum.

  • Við tökum á móti vörunum, langflestum óhreinum - Nema eftirfarandi:

- Kampavínsglösum
- Súpupottum
- Drykkjarkönnum
- Moscow mule bollum & stálkönnum
- Hnífapörum

Hagnýt atriði:

  • Leigutími: Leigan er frá miðvikudegi til mánudags, sem gefur þér nægan tíma til að undirbúa og ganga frá.

  • Aðgengi: Við viljum ekki hafa óþarfa stress í kringum viðburðin svo við gefum fólki góðan tíma.

Með þessu kerfi hefur þú nægan tíma til að undirbúa viðburðinn og skila hlutunum á einfaldan og áhyggjulausan hátt. Ef þú hefur einhverjar spurningar, ekki hika við að hafa samband.